Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 09:01 Lewis Hamilton hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en á þessari mynd má sjá hversu litlu munaði þegar hann lenti undir bíl Max Verstappen. EPA-EFE/LARS BARON Formúlukappinn Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn meðal okkar eftir árekstur bíla hans og aðalkeppinautarins Max Verstappen í formúlu eitt kappakstrinum á Monza brautinni um helgina. Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag. Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag.
Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira