Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 09:49 Gavin Newsom berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni. Atkvæðagreiðslan í Kaliforníu er aðeins sú fjórða sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. AP/Ringo H.W. Chiu Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum. Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn. Bandaríkin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn.
Bandaríkin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira