Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 13:31 T.J. Watt er lykilmaður hjá liði Pittsburgh Steelers. AP/Adrian Kraus T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð. NFL Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð.
NFL Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira