Að byrgja brunn ... Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 13. september 2021 12:01 Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar