Hitametin falla líka á fleiri stöðum í heiminum í dag heldur en tíðkaðist þá en á árabilinu frá 1980 og fram til 2009 voru dagar, þar sem hitinn fór einhversstaðar yfir 50 gráður, 14 á hverju ári að meðaltali.
Síðustu tíu árin hefur sú tala hinsvegar staðið í 26 dögum að meðaltali á ári.
Á sama tímabili hefur dögum þar sem hitinn nær 45 stigum einnig fjölgað mikið og hefur slíkum tilvikum fjölgað um fjórtán daga á hverju ári að meðaltali.
Dr. Friederike Otto, hjá Oxford-háskóla í Bretlandi, segir dagljóst að þessa aukningu megi rekja til notkunar jarðefnaeldsneytis.