Flestir flokkar sammála um kvótakerfi til að stjórna fiskveiðum Einar S. Hálfdánarson skrifar 14. september 2021 11:01 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar