Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open. Getty/Al Bello Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við. Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við.
Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira