Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót Þórbergur Torfason skrifar 14. september 2021 19:01 Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Samgöngur Hornafjörður Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar