Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum Heimsljós 14. september 2021 12:18 NewAfricanMagazine Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku. „Við viljum sjá fleiri burðug og kraftmikil íslensk fyrirtæki skoða samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðla með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípa um leið ný tækifæri til uppbyggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna veitti á dögunum styrk í verkefni lögfræðistofunnar BBA // Fjeldco um ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómorum í Indlandshafi. Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku. Kómorur eigi auk þess margt sameiginlegt með Íslandi, bæði eru eldfjallaeyjur sem vilja nýta endurnýjanlegar auðlindir sínar vel. Stjórnvöld á Kómorum, eyríki í Indlandshafi, stefna að því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli í stað dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. BBA // Fjeldco annast undirbúning og drög að reglugerðum um nýtingu á sólarorku, vindorku og vatnsafls á eyjunum í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómorum. Baldvin Björn Haraldsson einn eigenda BBA // Fjeldco lýsir yfir mikilli ánægju með styrkinn. „Ég er þakklátur fyrir að geta stutt við atvinnuþróun sem eflir notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á Kómorum. Þetta hefði ekki verið mögulegt án grunnfjárfestingar hin opinbera í verkefninu. Það tækifæri kom til í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við stjórnvöld á Kómorum sviði jarðhitanýtingar – verkefni sem stutt var af UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.“ Með skýrum lagaramamma á þessu sviði standa vonir til að hægt verði að fá fleiri erlenda fjárfesta og samstarfsaðila til samstarfs. Aukið aðgengi almennings og fyrirtækja að grænni raforku á sanngjörnu verði er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu Kómora til lengri tíma. BBA // Fjeldco ehf. hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu, meðal annars á sviði orkumála, og hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við UNDP á Kómorum og því er þekking til staðar á stjórnsýslu og stofnunum þar í landi. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarlandi. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 Bandaríkjadölum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. Heimstorg Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kómoreyjar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
„Við viljum sjá fleiri burðug og kraftmikil íslensk fyrirtæki skoða samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðla með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípa um leið ný tækifæri til uppbyggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna veitti á dögunum styrk í verkefni lögfræðistofunnar BBA // Fjeldco um ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómorum í Indlandshafi. Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku. Kómorur eigi auk þess margt sameiginlegt með Íslandi, bæði eru eldfjallaeyjur sem vilja nýta endurnýjanlegar auðlindir sínar vel. Stjórnvöld á Kómorum, eyríki í Indlandshafi, stefna að því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli í stað dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. BBA // Fjeldco annast undirbúning og drög að reglugerðum um nýtingu á sólarorku, vindorku og vatnsafls á eyjunum í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómorum. Baldvin Björn Haraldsson einn eigenda BBA // Fjeldco lýsir yfir mikilli ánægju með styrkinn. „Ég er þakklátur fyrir að geta stutt við atvinnuþróun sem eflir notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á Kómorum. Þetta hefði ekki verið mögulegt án grunnfjárfestingar hin opinbera í verkefninu. Það tækifæri kom til í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við stjórnvöld á Kómorum sviði jarðhitanýtingar – verkefni sem stutt var af UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.“ Með skýrum lagaramamma á þessu sviði standa vonir til að hægt verði að fá fleiri erlenda fjárfesta og samstarfsaðila til samstarfs. Aukið aðgengi almennings og fyrirtækja að grænni raforku á sanngjörnu verði er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu Kómora til lengri tíma. BBA // Fjeldco ehf. hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu, meðal annars á sviði orkumála, og hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við UNDP á Kómorum og því er þekking til staðar á stjórnsýslu og stofnunum þar í landi. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarlandi. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 Bandaríkjadölum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. Heimstorg Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kómoreyjar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent