Verðmæti eða þræll? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 14. september 2021 22:30 Hvort sérðu starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Hvernig upplifa starfsmenn sig í vinnunni, sem verðmæti eða sem þræla? Nú hefur heimsfaraldurinn geysað í eitt og hálft ár og framhaldið óljóst. Eitt er þó víst að alls staðar í heiminum hefur fólk farið að velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Er jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Er það þess virði að vinnan er oftast í fyrsta sæti í lífinu og er hægt að treysta því að njóta þegar vinnuævinni er lokið? Margir hafa endurskoðað hug sinn til spakmælisins "vinnan göfgar manninn". Hver er fórnarkostnaðurinn? Margir eiga minningar um foreldra, ömmur og afa sem unnu myrkranna á milli til að koma börnum sínum á legg og þau náðu aldrei að njóta afraksturs erfiðis síns. Gleði, lukka, hamingja var eitthvað ofan á brauð og það þótti ekki góð dyggð að hugsa um eitthvað svona, hvað þá að leyfa sér þessa hluti. Lífið er núna og það er mikilvægt að opna augun og spyrja: "Er ég verðmæti eða þræll?" Hvað ef þú lendir í áfalli sem gerir það að verkum að öll framtíðarplön breytast, þú þarft að endurmeta lífið af því að þú ætlaðir að njóta seinna? Sem betur fer eru hlutirnir að breytast og margir að uppgötva að það er mikilvægt að njóta og uppskera í rauntíma en ekki í framtíðinni sem enginn veit hvað ber í skauti sér. Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Þá er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra að skoða hvernig málum er háttað hjá þeim. Er litið á starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Fá starfsmenn verkefni við þeirra hæfi eða eru verkefnin listuð upp á tvö A4 blöð og síðasta setningin hljómar: "og allt það sem yfirmaður lætur viðkomandi í té!" Öll viljum við upplifa að vera einhvers virði, vera metin að verðleikum og þar með að vera partur af einhverju stærra. Sem starfsmenn viljum við geta sagt með stolti "ég er að vinna hjá þessu fyrirtæki" og þá skiptir ekki máli hvar við erum í virðingarstiganum. Sagan segir að húsvörður hjá NASA, þegar hann var spurður hvað hann gerði hjá NASA, svaraði því til "að koma mönnum til tunglsins". Húsvörðurinn var mikilvægur hlekkur í stærra mengi og þannig partur af þeirri vinnu að koma fyrstu mönnuðu tunglflauginni út í geiminn. Hvernig er það í nútíma fyrirtækjum, vita starfsmenn til hvers er ætlast af þeim? Eru starfsmenn að vinna að sömu markmiðum og yfirmenn/eigendur? Er sýn fyrirtækisins starfsmönnum ljós sem gerir það að verkum að starfsmenn vita til hvers er ætlast af þeim? Veistu sem yfirmaður/eigandi hvernig starfsmönnum líður á þínum vinnustað. Upplifa starfsmenn tilfinningalega einangrun á vinnustaðnum. Er starfsmönnum sýndur áhugi? Eins og fyrr sagði þá er alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu 20. – 26. september. Þessi vika á að beina athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hvað með að fá tónlistarfólk, uppistandara og bókarhöfunda til að koma og sýna sig og sjá aðra? Hvað með alla þessa frábæru fyrirlesara á Íslandi sem eru að bjóða upp á ýmislega fræðslu þar sem manneskjan er í fyrirrúmi? Það er valkvætt fyrir fyrirtæki að vera með í þessari alþjóðlegu viku vellíðunnar í vinnu. Ef fyrirtæki sem er að gera góða hluti, þar sem hlúð er að starfsmönnum fyrirtækisins, hvers vegna ekki að leyfa öðrum að kynnast hvað fyrirtækið er að gera? Í þessu samhengi skiptir stærðin ekki máli því hægt er að senda samstarfsfólki þínu kort til að þakka þeim fyrir frábært samstarf. Skipuleggja óvænta uppákomu. Bjóða upp á námskeið t.d. um svefnvenjur og hvíld því það hefur allt áhrif á allt lífið. Ef stefna fyrirtækis er að efla vellíðan á vinnustað sínum þá mun það vernda gegn streitu og kulnun í starfi. Það að starfsmenn séu metnir að verðleikum og þeir finni að þeim sé sýndur áhugi og vinsemd hlýtur að vera hagur fyrirtækisins. Verðmæti eða þræll? Það er spurningin? Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvort sérðu starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Hvernig upplifa starfsmenn sig í vinnunni, sem verðmæti eða sem þræla? Nú hefur heimsfaraldurinn geysað í eitt og hálft ár og framhaldið óljóst. Eitt er þó víst að alls staðar í heiminum hefur fólk farið að velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Er jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Er það þess virði að vinnan er oftast í fyrsta sæti í lífinu og er hægt að treysta því að njóta þegar vinnuævinni er lokið? Margir hafa endurskoðað hug sinn til spakmælisins "vinnan göfgar manninn". Hver er fórnarkostnaðurinn? Margir eiga minningar um foreldra, ömmur og afa sem unnu myrkranna á milli til að koma börnum sínum á legg og þau náðu aldrei að njóta afraksturs erfiðis síns. Gleði, lukka, hamingja var eitthvað ofan á brauð og það þótti ekki góð dyggð að hugsa um eitthvað svona, hvað þá að leyfa sér þessa hluti. Lífið er núna og það er mikilvægt að opna augun og spyrja: "Er ég verðmæti eða þræll?" Hvað ef þú lendir í áfalli sem gerir það að verkum að öll framtíðarplön breytast, þú þarft að endurmeta lífið af því að þú ætlaðir að njóta seinna? Sem betur fer eru hlutirnir að breytast og margir að uppgötva að það er mikilvægt að njóta og uppskera í rauntíma en ekki í framtíðinni sem enginn veit hvað ber í skauti sér. Vikuna 20. – 26. september 2021 verður alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Þá er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra að skoða hvernig málum er háttað hjá þeim. Er litið á starfsmenn sem verðmæti eða þræla? Fá starfsmenn verkefni við þeirra hæfi eða eru verkefnin listuð upp á tvö A4 blöð og síðasta setningin hljómar: "og allt það sem yfirmaður lætur viðkomandi í té!" Öll viljum við upplifa að vera einhvers virði, vera metin að verðleikum og þar með að vera partur af einhverju stærra. Sem starfsmenn viljum við geta sagt með stolti "ég er að vinna hjá þessu fyrirtæki" og þá skiptir ekki máli hvar við erum í virðingarstiganum. Sagan segir að húsvörður hjá NASA, þegar hann var spurður hvað hann gerði hjá NASA, svaraði því til "að koma mönnum til tunglsins". Húsvörðurinn var mikilvægur hlekkur í stærra mengi og þannig partur af þeirri vinnu að koma fyrstu mönnuðu tunglflauginni út í geiminn. Hvernig er það í nútíma fyrirtækjum, vita starfsmenn til hvers er ætlast af þeim? Eru starfsmenn að vinna að sömu markmiðum og yfirmenn/eigendur? Er sýn fyrirtækisins starfsmönnum ljós sem gerir það að verkum að starfsmenn vita til hvers er ætlast af þeim? Veistu sem yfirmaður/eigandi hvernig starfsmönnum líður á þínum vinnustað. Upplifa starfsmenn tilfinningalega einangrun á vinnustaðnum. Er starfsmönnum sýndur áhugi? Eins og fyrr sagði þá er alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu 20. – 26. september. Þessi vika á að beina athyglinni að umræðuefninu vellíðan í vinnu og kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg vika vellíðunar í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hvað með að fá tónlistarfólk, uppistandara og bókarhöfunda til að koma og sýna sig og sjá aðra? Hvað með alla þessa frábæru fyrirlesara á Íslandi sem eru að bjóða upp á ýmislega fræðslu þar sem manneskjan er í fyrirrúmi? Það er valkvætt fyrir fyrirtæki að vera með í þessari alþjóðlegu viku vellíðunnar í vinnu. Ef fyrirtæki sem er að gera góða hluti, þar sem hlúð er að starfsmönnum fyrirtækisins, hvers vegna ekki að leyfa öðrum að kynnast hvað fyrirtækið er að gera? Í þessu samhengi skiptir stærðin ekki máli því hægt er að senda samstarfsfólki þínu kort til að þakka þeim fyrir frábært samstarf. Skipuleggja óvænta uppákomu. Bjóða upp á námskeið t.d. um svefnvenjur og hvíld því það hefur allt áhrif á allt lífið. Ef stefna fyrirtækis er að efla vellíðan á vinnustað sínum þá mun það vernda gegn streitu og kulnun í starfi. Það að starfsmenn séu metnir að verðleikum og þeir finni að þeim sé sýndur áhugi og vinsemd hlýtur að vera hagur fyrirtækisins. Verðmæti eða þræll? Það er spurningin? Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun