Umhverfismál eru STÓRA málið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 15. september 2021 08:00 Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar