Mannréttindi, ekki munaðarvara Gunnar Karl Ólafsson skrifar 15. september 2021 08:31 Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun