Brauðbakstur ríkisins Indriði Stefánsson skrifar 15. september 2021 06:30 Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Indriði Stefánsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun