Faðmaði öspina áður en hún var felld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2021 23:16 Ragnhildir Sigurðardóttir er mjög óánægð með ákvörðunina um að fella aspirnar. Vísir/Magnús Hlynur Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. Greint var frá því í dag að til stæði að fella níu tignarlegar aspir á Selfossi. Markmiðið með þessu var sagt vera aukið umferðaröryggi. Bæjaryfirvöld væru að bregðast við ábendingu frá lögreglu um að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja við gangbrautir. Auk þess var talið að aspirnar sköpuðu hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þær byrgðu sýn á gangbrautir. Óánægju hefur gætt með þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og voru nokkrir bæjarbúir mættir á staðinn þegar aspirnar voru sagaðar niður. Þar á meðal var Ragnhildur Sigurðardóttir sem ræddi við Sunnlenska á staðnum í kvöld. Hún faðmaði eina öspina eins og sjá má hér fyrir ofan. „Ég var bara að faðma tréð og þakka því fyrir að vera hérna. Ég er svo sár yfir því að það sé verið að taka þessi tré sem eru búin að þjóna okkur vel, gefa okkur súrefni og skjól og hreinsa óhreinindin frá bílunum. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki,“ sagði Ragnhildur. Hún segist mjög óánægð með ákvörðunina um að láta fjarlægja aspirnar. „Ég held að bæjarbúar hafi ekki vitað af þessu, ég frétti þetta bara í morgun og ég er svo hissa, ég á ekki orð. Þannig að ég vildi kveðja tréð og þakka því fyrir, ég er svo ofboðslega mikill náttúruunnandi og ég veit að trén hafa tilfinningar,“ sagði Ragnhildur í samtali við Sunnlenska en lesa má frétt miðilsins um málið hér. Vinna við að fella aspirnar stóð yfir í kvöld.Vísir/Magnús Hlynur Sunnlenska ræddi einnig við Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðing á Selfossi, sem hefði frekar viljað að tréin yrðu snyrt, ef markmiðið væri að bæta sjónlínu á svæðinu. „Á sínum tíma, þegar þessi tré voru sett niður, þá virtist hægjast á umferðinni. Ég held að núna þegar við förum að opna þetta þá fáum við aðeins betri sjónarhorn á gangbrautina en ég held að með góðri trjásnyrtingu, og með því að fella kannski eitt til tvö tré, en ekki níu, þá hefðum við náð mjög góðum árangri,“ hefur Sunnlenska eftir Björgvini. Samgöngur Árborg Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Greint var frá því í dag að til stæði að fella níu tignarlegar aspir á Selfossi. Markmiðið með þessu var sagt vera aukið umferðaröryggi. Bæjaryfirvöld væru að bregðast við ábendingu frá lögreglu um að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja við gangbrautir. Auk þess var talið að aspirnar sköpuðu hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þær byrgðu sýn á gangbrautir. Óánægju hefur gætt með þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og voru nokkrir bæjarbúir mættir á staðinn þegar aspirnar voru sagaðar niður. Þar á meðal var Ragnhildur Sigurðardóttir sem ræddi við Sunnlenska á staðnum í kvöld. Hún faðmaði eina öspina eins og sjá má hér fyrir ofan. „Ég var bara að faðma tréð og þakka því fyrir að vera hérna. Ég er svo sár yfir því að það sé verið að taka þessi tré sem eru búin að þjóna okkur vel, gefa okkur súrefni og skjól og hreinsa óhreinindin frá bílunum. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki,“ sagði Ragnhildur. Hún segist mjög óánægð með ákvörðunina um að láta fjarlægja aspirnar. „Ég held að bæjarbúar hafi ekki vitað af þessu, ég frétti þetta bara í morgun og ég er svo hissa, ég á ekki orð. Þannig að ég vildi kveðja tréð og þakka því fyrir, ég er svo ofboðslega mikill náttúruunnandi og ég veit að trén hafa tilfinningar,“ sagði Ragnhildur í samtali við Sunnlenska en lesa má frétt miðilsins um málið hér. Vinna við að fella aspirnar stóð yfir í kvöld.Vísir/Magnús Hlynur Sunnlenska ræddi einnig við Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðing á Selfossi, sem hefði frekar viljað að tréin yrðu snyrt, ef markmiðið væri að bæta sjónlínu á svæðinu. „Á sínum tíma, þegar þessi tré voru sett niður, þá virtist hægjast á umferðinni. Ég held að núna þegar við förum að opna þetta þá fáum við aðeins betri sjónarhorn á gangbrautina en ég held að með góðri trjásnyrtingu, og með því að fella kannski eitt til tvö tré, en ekki níu, þá hefðum við náð mjög góðum árangri,“ hefur Sunnlenska eftir Björgvini.
Samgöngur Árborg Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18