Innlent

Kölluð út vegna göngu­fólks í sjálf­heldu á Bola­fjalli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Bolafjalli.
Frá Bolafjalli. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit í Bolungarvík var kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík um klukkan 22 í gærkvöldi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að kolniðamyrkur og slydda hafi verið á fjallinu. 

Fyrsta verkefni björgunarsveitafólks hafi verið að staðsetja fólkið sem tók um einn og hálfan tíma.

„Fólkið var statt ofarlega í fjallinu og var því hægt að keyra upp á fjallið og nálgast þau ofan frá. Á miðnætti var búið að koma fólkinu til hjálpar, það var óslasað og fékk far niður á láglendi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við

Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×