Þjóðargjafir fyrir útvalda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. september 2021 13:30 Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun