Börn fatlaðs fólks skilin eftir og ráðherra þorir ekki í Kastljós Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 15. september 2021 12:45 Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Réttindi barna Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun