Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 15:12 Ellen Egilsdóttir mætir í dómsal ásamt Antoni Kristni Þórarinssyni eftir hádegið í dag. vísir Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34
Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12
Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20
Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04