Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 20:12 Aly Raisman tekur í hönd Simone Biles á nefndarfundinum í dag. Þær tvær ásamt McKayla Maroney og Maggie Nichols baru vitni um misnotkun af hendi Larry Nassar, liðslækni bandaríska fimleikalandsliðsins, og slælegrar rannsóknar af hendi FBI. Saul Loeb Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. „Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra. Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
„Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra.
Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent