Innlent

Pétur Markan tekur við sem biskups­ritari

Atli Ísleifsson skrifar
Pétur Georg Markan.
Pétur Georg Markan. Aðsend

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn nýr biskupsritari. Pétur, sem hefur gegnt stöðu samskiptastjóra Biskupsstofu, tekur við starfinu af Þorvaldi Víðisyni sem nýverið var ráðinn prestur í Fossvogsprestakalli.

Sagt er frá ráðningunni á vef Þjóðkirkjunnar.

„Pétur Georg er fæddur 16. febrúar 1981 og lauk B.A.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað sem samskiptastjóri Biskupsstofu frá því í ágústmánuði 2019. Áður en hann kom til þeirra starfa var hann sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Pétur starfaði einnig sem verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk var hann framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.

Kona hans er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×