Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 10:54 Eldflaugin sem flutti geimfarana út í geim lenti á drónaskipi undan ströndum Flórída. Inspiration4/John Kraus Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma. SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma.
SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira