Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Snorri Másson skrifar 16. september 2021 12:41 Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP. Vísir/Sigurjón Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. „Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Rafíþróttir MeToo Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
Rafíþróttir MeToo Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira