Álfrún Gunnlaugsdóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 13:42 Álfrún Gunnlaugsdóttir var heiðruð með Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2018 fyrir framlag til íslenskra bókemnnta og kennslu bókmennta. Forlagið Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er látin 83 ára að aldri. Gauti Kristmannsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ og vinur Álfrúnar, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Álfrún fæddist í Reykjavík árið 1938 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Álfrún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. Phil.-prófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Álfrún vann að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss 1966-70. Ritgerðin ber titilinn Tristán en el Norte og kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar árið 1978. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1971-77 og var hún fyrsta konan sem ráðin var í fasta stöðu hjá heimspekideild háskólans. Hún var dósent í sömu grein 1977-87 og prófessor frá 1988 til 2006 þegar hún lét af störfum. Á haustmisseri 2002 gegndi hún einnig stöðu skorarformanns við bókmennta- og málvísindaskor heimspekideildar HÍ eins og kemur fram á vefnum Skáld.is. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, fyrst smásagnasafnið Af manna völdum. Tilbrigði við stef 1982 og síðan komu út eftir hana sjö skáldsögur. Álfrún hlaut bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir aðra bók sína, skáldsöguna Þel. Þrisvar voru skáldsögur hennar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 sem og skáldsagan Rán árið 2008. Hún þýddi eina skáldsögu úr spænsku og skrifaði einnig greinar í fræðirit. Verk eftir hana hafa verið þýdd á erlend tungumál. Álfrún var gerð að heiðursdoktor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 1. desember 2010 og hún var heiðruð með Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi 1. janúar 2018. Álfrún var búsett á Seltjarnarnesi. Bókmenntir Andlát Háskólar Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Álfrún fæddist í Reykjavík árið 1938 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Álfrún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. Phil.-prófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Álfrún vann að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss 1966-70. Ritgerðin ber titilinn Tristán en el Norte og kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar árið 1978. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1971-77 og var hún fyrsta konan sem ráðin var í fasta stöðu hjá heimspekideild háskólans. Hún var dósent í sömu grein 1977-87 og prófessor frá 1988 til 2006 þegar hún lét af störfum. Á haustmisseri 2002 gegndi hún einnig stöðu skorarformanns við bókmennta- og málvísindaskor heimspekideildar HÍ eins og kemur fram á vefnum Skáld.is. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, fyrst smásagnasafnið Af manna völdum. Tilbrigði við stef 1982 og síðan komu út eftir hana sjö skáldsögur. Álfrún hlaut bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir aðra bók sína, skáldsöguna Þel. Þrisvar voru skáldsögur hennar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 sem og skáldsagan Rán árið 2008. Hún þýddi eina skáldsögu úr spænsku og skrifaði einnig greinar í fræðirit. Verk eftir hana hafa verið þýdd á erlend tungumál. Álfrún var gerð að heiðursdoktor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 1. desember 2010 og hún var heiðruð með Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi 1. janúar 2018. Álfrún var búsett á Seltjarnarnesi.
Bókmenntir Andlát Háskólar Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02