Breiðfylkingarstjórnin Halldór Auðar Svansson skrifar 16. september 2021 16:01 Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar