Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2021 09:01 Katrín María Gísladóttir er 29 ára Ísfirðingur og nýr skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Vísr/Sigurjón Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. Fyrsta önn undir stjórn nýs skólastjóra Lýðskólans á Flateyri; Katrínar Maríu Gísladóttur, hófst nú í september. Katrín er 29 ára Ísfirðingur en hefur búið á Flateyri síðustu fimm ár. Þrjátíu nemendur hófu nám við skólann í haust - akkúrat jafnmargir og svefnplássin sem nú eru í boði fyrir þá á almenna leigumarkaðnum á Flateyri. „Það er búið að vera að metaðsókn fyrir þetta skólaár og því miður höfum við þurft að vísa nemendum frá, sem er ekki spennandi og það kemur niður á húsnæðisskorti á staðnum,“ segir Katrín. Yrki arkítektar teiknuðu nemendagarðana sem eiga að komast í gagnið strax á næsta ári. En húsnæðisskorturinn verður úr sögunni haustið 2022, gangi áætlanir um 14 íbúða nemendagarða eftir. Hundrað þrjátíu og fjögurra milljóna stofnframlag til byggingar nemendagarðanna hefur verið samþykkt. Húsin verða framleidd erlendis og flutt með skipi til Flateyrar næsta vor. Katrín segir þetta sérstaklega mikilvægt þar sem til stendur að bæta við þriðju brautinni við skólann, svokallaðri alþjóðabraut. „Og verður þá markaðssett fyrir erlenda nemendur, það verður meira svona lífið á norðurslóðum,“ segir Katrín. Hugur ungs fólks, einkum úr höfuðborginni, leiti greinilega í auknum mæli til Flateyrar. „Það er mjög áberandi að fólk sækist hingað, og við erum sannfærð um að það séu einhverjir einstakir töfrar í Önundarfirði af því að fólk kemur hérna í heimsókn og svo kemur aftur og aftur og jafnvel sest að, kaupir hús,“ segir Katrín. Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. 16. júlí 2021 08:15 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fyrsta önn undir stjórn nýs skólastjóra Lýðskólans á Flateyri; Katrínar Maríu Gísladóttur, hófst nú í september. Katrín er 29 ára Ísfirðingur en hefur búið á Flateyri síðustu fimm ár. Þrjátíu nemendur hófu nám við skólann í haust - akkúrat jafnmargir og svefnplássin sem nú eru í boði fyrir þá á almenna leigumarkaðnum á Flateyri. „Það er búið að vera að metaðsókn fyrir þetta skólaár og því miður höfum við þurft að vísa nemendum frá, sem er ekki spennandi og það kemur niður á húsnæðisskorti á staðnum,“ segir Katrín. Yrki arkítektar teiknuðu nemendagarðana sem eiga að komast í gagnið strax á næsta ári. En húsnæðisskorturinn verður úr sögunni haustið 2022, gangi áætlanir um 14 íbúða nemendagarða eftir. Hundrað þrjátíu og fjögurra milljóna stofnframlag til byggingar nemendagarðanna hefur verið samþykkt. Húsin verða framleidd erlendis og flutt með skipi til Flateyrar næsta vor. Katrín segir þetta sérstaklega mikilvægt þar sem til stendur að bæta við þriðju brautinni við skólann, svokallaðri alþjóðabraut. „Og verður þá markaðssett fyrir erlenda nemendur, það verður meira svona lífið á norðurslóðum,“ segir Katrín. Hugur ungs fólks, einkum úr höfuðborginni, leiti greinilega í auknum mæli til Flateyrar. „Það er mjög áberandi að fólk sækist hingað, og við erum sannfærð um að það séu einhverjir einstakir töfrar í Önundarfirði af því að fólk kemur hérna í heimsókn og svo kemur aftur og aftur og jafnvel sest að, kaupir hús,“ segir Katrín.
Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. 16. júlí 2021 08:15 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. 16. júlí 2021 08:15
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42