Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2021 07:00 Berjasprettan á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið með besta móti í ár eins og víða annars staðar á landinu. Hér má sjá berjatínslukonu í hlíð skammt frá Vestfjarðagöngum nú í september. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“ Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“
Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira