Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Snorri Másson skrifar 16. september 2021 21:20 Vilhjálmur Hauksson hefur beitt sér ötult fyrir málefnum barna. Vísir/Sigurjón Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann. Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann.
Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52