Vonar að takist að ná utan um hópsmit eftir að fimmtungur bæjarbúa fór í skimun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2021 20:02 Reyðarfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonar að niðurstöður skimana sem um fimmtungur Reyðfyrðinga fór í í dag veiti einhvers konar heildarmynd á umfang hópsmits sem þar er komið upp. Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44