Stálu bæði Meistaradeildargulli og EM-silfri Reece James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 09:01 Reece James fagnar hér með Meisataradeildarbikarinn og með gullið um hálsinn. Getty/Manu Fernandez Þetta var frábært sumar fyrir Chelsea manninn Reece James sem vann fyrst Meistaradeildina með Chelsea og fékk síðan silfur með enska landsliðinu á Evrópumótinu. Haustið ætlar ekki að vera eins gott. Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira