Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 12:00 Vivianne Miedema fagnar einu marka sinna með hollenska landsliðinu. EFE/TOLGA BOZOGLU Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45