Lýðræði í utanríkismálum? Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. september 2021 09:30 Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun