Á leið út og nær ekki að bæta 45 ára gamalt markamet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 11:01 Pétur Theodór Árnason kvaddi Gróttu með fernu. vísir/hag Pétur Theodór Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Gróttu og á því ekki lengur möguleika á að slá markametið í næstefstu deild. Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira