Innlent

Tuttugu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Tuttugu og fimm greindust með kórónuveiruna SARS-CoV-19 í gær.354 eru nú í einangrun og 765 í sóttkví.

Af þeim sem greindust í gær voru tólf í sóttkví en þrettán utan sóttkvíar.

Fimmtán voru fullbólusettir, einn hálfbólusettur og níu óbólusettir.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landspítalans liggja níu nú inni vegna Covid-19, þar af unglingur og tveggja ára drengur. Barnið var flutt af gjörgæsludeild yfir á Barnaspítala Hringsins í gær.

Tveir liggja nú á gjörgæslu og eru báðir í öndunarvél.

Alls eru 352 sjúklingar, þar af 117 börn, í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans. Einn er metinn rauður og ellefu gulir. Eru þeir undir nánara eftirliti.

Í dag hafa 272.185 verið fullbólusettir gegn Covid-19; 74 prósent landsmanna allra og 87 prósent 12 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×