SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:30 Sigríður Mogensen og þau hjá Samtökum iðnaðarins furða sig á milljarða verkefni sem Reykjavíkurborg er nú að hrinda úr vör. vísir/vilhelm Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. „Borgin ætlar að ráða til sín 60 sérfræðinga í þetta verkefni á kostnað borgarbúa og fyrirtækjanna í borginni og teljum við að meiri gagnsæi eigi að vera um framkvæmdina og aðferðarfræðina í þessu. Til samanburðar er áhugavert að skoða nálgunina hjá ríkinu í verkefninu Stafrænt Ísland en þar hafa mun færri starfsmenn verið ráðnir, aðallega í verkefnastjórn og utanumhald og þróun er útvistað að langmestu leyti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Rúmlega tíu milljarðar í verkefnið Morgunblaðið hefur á undanförnum dögum fjallað um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar þess efnis að á fót verð sett sérstök deild til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessar fyrirætlanir en áformað er að verja 10,3 milljörðum til þessa verkefnis á rúmu tveimur árum. Í Morgunblaði dagsins var því slegið upp að þetta verkefni muni spara borginni milljaðra króna. Sigríður telur sérkennilegar reikningskúnstir búa þar að baki en Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Morgunblaðið sló því upp í dag að verkefnið muni spara borginni stórfé. Samtök iðnaðarins telja forsendurnar fyrir þeim útreikningum furðu þröngar.skjáskot Það segir hann í samtali við Morgunblaðið en þar kemur fram að samkvæmt áætlun fara liðlega þrír milljarðar fara í kaup á hugbúnaði og upplýsingakerfum og 2,4 milljarðar í umbreytingu á þjónustuferlum en minna í aðra þætti. Launakostnaður er ekki sérstaklega tilgreindur í þeirri áætlun. Óskar heldur því fram að tiltölulega lítill hluti af fjárfestingunni fari í launakostnað vegna ráðningar á um 60 sérfræðingum í verkefnið, eða lauslega áætlað um 900 milljónir á ári með launatengdum gjöldum. Sigríður segir hins vegar, í samtali við Vísi, gagnrýni þeirra hjá Samtökum iðnaðarins standa og það sem meira er, eftir sitji fjölmargar áleitnar spurningar. Risastórt verkefni á íslenskan mælikvarða „Það væri áhugavert að sjá þær forsendur sem Reykjavíkurborg gefur sér til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hagkvæmara að ráða starfsfólk beint til borgarinnar til að sinna þessu í stað þess að fá tilboð í einstaka verkþætti, sérfræðiþekkingu og einstakar stafrænar lausnir?“ spyr Sigríður. Hún segir að við upphaf verkefnisins Stafrænt Ísland hafi verið haft náið samráð við upplýsingatækniiðnaðinn og Samtök iðnaðarins um útfærslu sem var til fyrirmyndar. „Höfum í huga að í samhengi við stærð markaðarins hér þá jafngildir 60 manna teymi hjá Reykjavíkurborg auk annarra sem munu koma að þessu verkefni stóru upplýsingatæknifyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“ Og Sigríður spyr áfram: „Hvað verður um hugverkið, reynsluna og þekkinguna og hvort borgin ætlar að sækja um einkaleyfi á lausnum sem verða þróaðar, hvort borgin hyggst selja þær lausnir til annarra sveitarfélaga í samkeppni markaðinn og svo framvegis. „Ennfremur má velta fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggst sækja í samkeppnissjóði á sviði nýsköpunar, í samkeppni við einkaaðila. Um 900 milljóna króna launakostnaðar á ári er meiri en launakostnaður hjá stórum þróunardeildum stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins.“ Gengur í berhögg við nýsköpunarstefnu stjórnvalda Sigríður segir þetta benda til þess að þarna verði meðallaun talsvert há og keppt verður um starfsfólk við atvinnulífið. Borgin sé með þessu að taka til sín þekkingu frá fyrirtækjum sem eru að skapa verðmæti og útflutningstekjur og samrýmist það ekki atvinnustefnu borgarinnar sjálfrar, né nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem gengur út á efla nýsköpun í atvinnulífi og þar með verðmætasköpun og útflutningstekjur. „Reykjavíkurborg sendir einnig sérstök skilaboð til fyrirtækja borgarinnar með þessu með því að ætla að keppa við þau um verðmæta starfskrafta og lýsir í raun yfir ákveðnu vantrausti á að þau geti leyst úr þessum mikilvægu verkefnum af skilvirkni.“ Sigríður, og þau hjá Samtökum iðnaðarins, eru reyndar furðulostin yfir þessum áformum. „Við vitum af fjölmörgum dæmum um sprotafyrirtæki til að mynda sem hafa reynt að nálgast Reykjavíkurborg með hugbúnaðarlausnir eða aðrar stafrænar lausnir og koma að lokuðum dyrum og fá ekki áheyrn. Sprotafyrirtæki eru ekki í stöðu til að keppa við borgina með tilliti til launa.“ Reykjavík Borgarstjórn Stafræn þróun Samkeppnismál Nýsköpun Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
„Borgin ætlar að ráða til sín 60 sérfræðinga í þetta verkefni á kostnað borgarbúa og fyrirtækjanna í borginni og teljum við að meiri gagnsæi eigi að vera um framkvæmdina og aðferðarfræðina í þessu. Til samanburðar er áhugavert að skoða nálgunina hjá ríkinu í verkefninu Stafrænt Ísland en þar hafa mun færri starfsmenn verið ráðnir, aðallega í verkefnastjórn og utanumhald og þróun er útvistað að langmestu leyti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Rúmlega tíu milljarðar í verkefnið Morgunblaðið hefur á undanförnum dögum fjallað um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar þess efnis að á fót verð sett sérstök deild til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessar fyrirætlanir en áformað er að verja 10,3 milljörðum til þessa verkefnis á rúmu tveimur árum. Í Morgunblaði dagsins var því slegið upp að þetta verkefni muni spara borginni milljaðra króna. Sigríður telur sérkennilegar reikningskúnstir búa þar að baki en Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Morgunblaðið sló því upp í dag að verkefnið muni spara borginni stórfé. Samtök iðnaðarins telja forsendurnar fyrir þeim útreikningum furðu þröngar.skjáskot Það segir hann í samtali við Morgunblaðið en þar kemur fram að samkvæmt áætlun fara liðlega þrír milljarðar fara í kaup á hugbúnaði og upplýsingakerfum og 2,4 milljarðar í umbreytingu á þjónustuferlum en minna í aðra þætti. Launakostnaður er ekki sérstaklega tilgreindur í þeirri áætlun. Óskar heldur því fram að tiltölulega lítill hluti af fjárfestingunni fari í launakostnað vegna ráðningar á um 60 sérfræðingum í verkefnið, eða lauslega áætlað um 900 milljónir á ári með launatengdum gjöldum. Sigríður segir hins vegar, í samtali við Vísi, gagnrýni þeirra hjá Samtökum iðnaðarins standa og það sem meira er, eftir sitji fjölmargar áleitnar spurningar. Risastórt verkefni á íslenskan mælikvarða „Það væri áhugavert að sjá þær forsendur sem Reykjavíkurborg gefur sér til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hagkvæmara að ráða starfsfólk beint til borgarinnar til að sinna þessu í stað þess að fá tilboð í einstaka verkþætti, sérfræðiþekkingu og einstakar stafrænar lausnir?“ spyr Sigríður. Hún segir að við upphaf verkefnisins Stafrænt Ísland hafi verið haft náið samráð við upplýsingatækniiðnaðinn og Samtök iðnaðarins um útfærslu sem var til fyrirmyndar. „Höfum í huga að í samhengi við stærð markaðarins hér þá jafngildir 60 manna teymi hjá Reykjavíkurborg auk annarra sem munu koma að þessu verkefni stóru upplýsingatæknifyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“ Og Sigríður spyr áfram: „Hvað verður um hugverkið, reynsluna og þekkinguna og hvort borgin ætlar að sækja um einkaleyfi á lausnum sem verða þróaðar, hvort borgin hyggst selja þær lausnir til annarra sveitarfélaga í samkeppni markaðinn og svo framvegis. „Ennfremur má velta fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggst sækja í samkeppnissjóði á sviði nýsköpunar, í samkeppni við einkaaðila. Um 900 milljóna króna launakostnaðar á ári er meiri en launakostnaður hjá stórum þróunardeildum stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins.“ Gengur í berhögg við nýsköpunarstefnu stjórnvalda Sigríður segir þetta benda til þess að þarna verði meðallaun talsvert há og keppt verður um starfsfólk við atvinnulífið. Borgin sé með þessu að taka til sín þekkingu frá fyrirtækjum sem eru að skapa verðmæti og útflutningstekjur og samrýmist það ekki atvinnustefnu borgarinnar sjálfrar, né nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem gengur út á efla nýsköpun í atvinnulífi og þar með verðmætasköpun og útflutningstekjur. „Reykjavíkurborg sendir einnig sérstök skilaboð til fyrirtækja borgarinnar með þessu með því að ætla að keppa við þau um verðmæta starfskrafta og lýsir í raun yfir ákveðnu vantrausti á að þau geti leyst úr þessum mikilvægu verkefnum af skilvirkni.“ Sigríður, og þau hjá Samtökum iðnaðarins, eru reyndar furðulostin yfir þessum áformum. „Við vitum af fjölmörgum dæmum um sprotafyrirtæki til að mynda sem hafa reynt að nálgast Reykjavíkurborg með hugbúnaðarlausnir eða aðrar stafrænar lausnir og koma að lokuðum dyrum og fá ekki áheyrn. Sprotafyrirtæki eru ekki í stöðu til að keppa við borgina með tilliti til launa.“
Reykjavík Borgarstjórn Stafræn þróun Samkeppnismál Nýsköpun Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira