Rökræðum staðreyndir um skattkerfið en ekki afbakaðar staðhæfingar Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2021 08:31 Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar