Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:26 Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum fá að kjósa á sérstökum kjörstöðum í hverju sýslumannsumdæmi. T.d. verður einn slíkur kjörstaður í bílakjallara Krónunnar á Selfossi. Vísir/Arnar Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira