Innlent

Grá Esja minnti á að veturinn nálgast

Óttar Kolbeinsson Proppé og Kristján Már Unnarsson skrifa
Snjórinn sást vel úr Mosfellsbæ í morgun en myndin var tekin frá Vesturlandsvegi laust fyrir klukkan ellefu.
Snjórinn sást vel úr Mosfellsbæ í morgun en myndin var tekin frá Vesturlandsvegi laust fyrir klukkan ellefu. Vísir/KMU

Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar. 

Hitastig á láglendi í morgun nálgaðist frostmark á Suðurlandi og fór niður í fjórar gráður í Reykjavík sem þýðir að það hefur líklega farið niður fyrir frostmark á Esjunni í nótt. 

Hitastig í Árnesi fór niður í 0,5 gráður og fór niður fyrir frostmark við Gullfoss í -0,1 gráðu. Í Þórsmörk sem mældust -0,2 gráður í Básum í Goðalandi. Gert er ráð fyrir því að hlýrra veðri á öllu landinu í nótt.

Snjó mátti sjá á Hábungu, hæsta hluta Esjunnar, í morgun en einnig mátti sjá að efsti hluti Kistufells hafði gránað.

Skessuhorn í Hvalfjarðarsveit var sömuleiðis farið að grána. Vísir/KMU



Fleiri fréttir

Sjá meira


×