Píratar standa með sjómönnum Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 18. september 2021 19:00 Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Píratar Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun