Innlent

Rostungurinn virðist horfinn á braut

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rostungurinn hafði komið sér vel fyrir á bryggjunni.
Rostungurinn hafði komið sér vel fyrir á bryggjunni. Kristrún Rut Rúnarsdóttir

Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.

Nokkur fjöldi bæjarbúa gerði sér ferð niður á höfn í gær til að berja dýrið augum, enda eru rostungar sjaldséð sjón hér á landi nú þótt þeir hafi verið útbreiddir hér fyrr á öldum. 

Samkvæmt Vísindavefnum sést aðeins einn rostungur við Íslandsstrendur á um tíu á fresti og hefur svo verið síðustu fimm áratugina. 

Á vefmyndavél Hornafjarðarhafnar sást vel hvar rostungurinn hafði komið sér fyrir en nú í morgunsárið virðist hann hafa látið sig hverfa af bryggjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×