Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 13:00 Aðeins 18% lesenda Vísis segja stefnumótaöpp hafa jákvæð áhrif á líðan sína í nýrri könnun Makamála. Getty Roði í kinnum, stjörnur í augum, blik í auga, krúttlegt feimnisbros og koss.Hvað sérðu fyrir þér? Einhvers konar fyrstu kynni koma upp í hugann, ekki satt? Fyrir ekki svo mörgum árum væri enginn vafi á því að hér færi einhvers konar lýsing á því þegar fólk er að heillast augliti til auglitis, jafnvel á stefnumóti. En í dag er líklegra að þessi lýsing ætti við fyrstu kynni, á einhvers konar rafrænu formi. Samfélagsmiðlum eða stefnumótaöppum. Finnum réttu myndirnar í stað þess að skreyta fjaðrirnar Flestir sem eru einhleypir í dag hafa einhverja reynslu af fyrstu kynnum, daðri og stefnumótasamskiptum á rafrænu formi. Notkun stefnumótaappa færist í aukana með hverju árinu og alltaf bætast ný öpp við flóruna. Þróunin hefur verið hröð síðustu ár og þarf ekki að horfa lengra til baka en fimmtán til tuttugu ár, þegar fólk þurfti raunverulega að hafa fyrir því að fara út og skreyta fjaðrir sínar til þess að ná athygli einhvers sem vakti áhuga. Í dag eyðum við þessum tíma í að velja réttu myndirnar, opna símann og svæpa. Í síðustu viku birtu Makamál pistil þar sem því var velt upp hvernig áhrif þessi hraða þróun, frá mannlegum samskiptum yfir í rafræn, hefur haft á stefnumótalífið, leitina að ástinni og á líðan fólks. Tengsl milli noktunar og félagskvíða Fólk á samskipti við fleiri aðila en ella með notkun stefnumótaappa og geta samskiptin oft á tíðum verið vélrænni, styttri og endast jafnvel skemur. Einhverjir hafa þó fundið ástina í gegnum stefnumótaforrit og má svo sannarlega segja að markaðurinn hafi stækkað með tilkomu þeirra. Kostirnir eru vafalaust margir. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt jákvæðna fylgni á milli notkunar stefnumótaforrita og aukins þunglyndis einkenna og félagskvíða. Það er því ljóst að áhrifin eru ekki alltaf góð. Makamál spurðu lesendur Vísis hvernig áhrif stefnumótaöpp hafa á líðan þeirra og var greinilegt að hlutfallslega eru þau sem upplifa góð áhrif á líðan sína í miklum minnihluta eða um 18% Niðurstöður* Mjög góð áhrif - 5% Frekar góð áhrif - 13% Engin áhrif - 33% Frekar slæm áhrif - 39% Mjög slæm áhrif - 10% Gæti mögulega verið að þetta sé orðið of auðvelt? Leitin að ástinni, skotinu eða fiðringnum. Það er ákveðin spenna sem fylgir því að vita ekki alveg, þurfa að bíða eftir því að einhver gefi þér auga, hringi eða labbi upp að þér og heilsi. Dreyma um samskiptin sem gætu orðið, án þess að vita að hinn aðilinn svæpaði ekki til hægri, eða „seenaði“ þig. Ætli það gæti verið að þessar tilfinningar, spennan, fiðringurinn, eftirvæntingin, sem eru nú á undanhaldi, geri það að verkum að leitin sé farin að hafa neikvæðari áhrif en jákvæð? Við séum að fá fleiri hafnanir og styttri og innihaldslausari samskipti í skiptum fyrir greiðari aðgang að stærri stefnumótamarkaði? Ertu búin(n) að svara nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Uppáhalds rómantísku myndirnar: „Sæluhrollur, nostalgía og ástsýki“ Makamál Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Einhleypan: Þrúður blikkar strákana á hjartadeildinni Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhvers konar fyrstu kynni koma upp í hugann, ekki satt? Fyrir ekki svo mörgum árum væri enginn vafi á því að hér færi einhvers konar lýsing á því þegar fólk er að heillast augliti til auglitis, jafnvel á stefnumóti. En í dag er líklegra að þessi lýsing ætti við fyrstu kynni, á einhvers konar rafrænu formi. Samfélagsmiðlum eða stefnumótaöppum. Finnum réttu myndirnar í stað þess að skreyta fjaðrirnar Flestir sem eru einhleypir í dag hafa einhverja reynslu af fyrstu kynnum, daðri og stefnumótasamskiptum á rafrænu formi. Notkun stefnumótaappa færist í aukana með hverju árinu og alltaf bætast ný öpp við flóruna. Þróunin hefur verið hröð síðustu ár og þarf ekki að horfa lengra til baka en fimmtán til tuttugu ár, þegar fólk þurfti raunverulega að hafa fyrir því að fara út og skreyta fjaðrir sínar til þess að ná athygli einhvers sem vakti áhuga. Í dag eyðum við þessum tíma í að velja réttu myndirnar, opna símann og svæpa. Í síðustu viku birtu Makamál pistil þar sem því var velt upp hvernig áhrif þessi hraða þróun, frá mannlegum samskiptum yfir í rafræn, hefur haft á stefnumótalífið, leitina að ástinni og á líðan fólks. Tengsl milli noktunar og félagskvíða Fólk á samskipti við fleiri aðila en ella með notkun stefnumótaappa og geta samskiptin oft á tíðum verið vélrænni, styttri og endast jafnvel skemur. Einhverjir hafa þó fundið ástina í gegnum stefnumótaforrit og má svo sannarlega segja að markaðurinn hafi stækkað með tilkomu þeirra. Kostirnir eru vafalaust margir. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt jákvæðna fylgni á milli notkunar stefnumótaforrita og aukins þunglyndis einkenna og félagskvíða. Það er því ljóst að áhrifin eru ekki alltaf góð. Makamál spurðu lesendur Vísis hvernig áhrif stefnumótaöpp hafa á líðan þeirra og var greinilegt að hlutfallslega eru þau sem upplifa góð áhrif á líðan sína í miklum minnihluta eða um 18% Niðurstöður* Mjög góð áhrif - 5% Frekar góð áhrif - 13% Engin áhrif - 33% Frekar slæm áhrif - 39% Mjög slæm áhrif - 10% Gæti mögulega verið að þetta sé orðið of auðvelt? Leitin að ástinni, skotinu eða fiðringnum. Það er ákveðin spenna sem fylgir því að vita ekki alveg, þurfa að bíða eftir því að einhver gefi þér auga, hringi eða labbi upp að þér og heilsi. Dreyma um samskiptin sem gætu orðið, án þess að vita að hinn aðilinn svæpaði ekki til hægri, eða „seenaði“ þig. Ætli það gæti verið að þessar tilfinningar, spennan, fiðringurinn, eftirvæntingin, sem eru nú á undanhaldi, geri það að verkum að leitin sé farin að hafa neikvæðari áhrif en jákvæð? Við séum að fá fleiri hafnanir og styttri og innihaldslausari samskipti í skiptum fyrir greiðari aðgang að stærri stefnumótamarkaði? Ertu búin(n) að svara nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Uppáhalds rómantísku myndirnar: „Sæluhrollur, nostalgía og ástsýki“ Makamál Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Einhleypan: Þrúður blikkar strákana á hjartadeildinni Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24
„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05
Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08