Lífið

Amy Schumer lét fjar­lægja í sér legið

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið og botnlangann vegna slæmra verkja af völdum endómetríósu.
Leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið og botnlangann vegna slæmra verkja af völdum endómetríósu. Getty/Frazer Harrison

Bandaríska leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið eftir að hafa liðið miklar þjáningar vegna endómetríósu. Schumer deilir þessari lífsreynslu með fylgjendum sínum á Instagram.

„Ef þú færð mjög mikla túrverki þá gæti verið að þú sért með endómetríósu,“ skrifar leikkonan undir mynd af sér á spítala. Meðfylgjandi er einnig myndband þar sem hún greinir frá því að hún hafi látið fjarlægja í sér legið.

Schumer sem er 40 ára gömul segist hafa verið með um þrjátíu bletti af endómetríósu sem hefðu verið fjarlægðir með legnáminu. Þá útskýrir hún að það hafi einnig þurft að fjarlægja botnlanga hennar vegna þess að endómetríósan hefði „ráðist á hann“.

„Það var mjög, mjög mikið af blóði í þvaginu mínu. Ég er aum og ég er með verki sem líkjast vindverkjum,“ segir hún í myndbandinu en bætir því við að þrátt fyrir verkina finni hún strax mun á orkunni sinni.

Það var eiginmaður hennar, Chris Fischer sem tók upp myndbandið en saman eiga þau hinn tveggja ára gamla Gene David.

Schumer var viðmælandi í þættinum Sunday Today with Willie Geist á síðasta ári. Þar greindi hún frá því að þau hefðu þurft aðstoð tækninnar til þess að eignast son sinn. Það ferli hafi reynst henni afar sársaukafullt og hún hefði ákveðið að ganga ekki í gegnum slíkt aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.