„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 15:01 Landsliðsþjálfarinn telur líklegt að leikmennirnir hans fái tækifæri til að fagna annað kvöld. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira