Þagmælska Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 20. september 2021 15:43 Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun