Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2021 20:00 Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar