Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 20:30 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, og Bogi Nils, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm og Egill Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55