Stöndum með ungu fólki Fjóla Hrund Björnsdóttir og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifa 21. september 2021 07:01 Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun