Innlent

Eldur í fjöl­býlis­húsi við Arnar­smára í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tilkynnt var um eldinn um klukkan 4:30 í morgun.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan 4:30 í morgun. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf fimm.

Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að eldur logaði í stól í íbúðinni en greiðlega gekk að slökkva. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði og er málið í rannsókn.

Að öðru leyti gekk nóttin vel að sögn varðstjóra en hjá slökkviliðinu búa menn sig nú undir vonskuveðrið sem er á leiðinni og er fólk minnt á að ganga frá öllu lauslegu og hreinsa frá niðurföllum og þess háttar til að forðast tjón.


Tengdar fréttir

Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir landið allt í dag og appelsínugul viðvörun á Suðvesturlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×