„Erum mennskir og getum stundum horft framhjá lögunum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 11:30 Arnar Gunnlaugsson fagnaði af mikilli innlifun þegar Víkingar komust yfir enda Íslandsmeistaratitill í húfi. Stöð 2 Sport „Þetta er það sem að maður myndi kalla ástríðu,“ sagði Þorvaldur Árnason dómari þegar hann útskýrði af hverju hann taldi ekki rétt að refsa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir að hlaupa inn á völlinn og fagna sigurmarkinu gegn KR í Pepsi Max-deildinni á sunnudag. Arnar hljóp langt inn á völlinn í mikilli geðshræringu eftir að varamaðurinn Helgi Guðjónsson skallaði boltann í netið og kom Víking í 2-1 þegar örfáar mínútur voru eftir. „Við erum nú mennskir og getum stundum horft framhjá lögunum,“ sagði Þorvaldur í viðtali við Rikka G í gær. „Þetta er það sem maður myndi kalla ástríðu, öfugt við það sem við horfðum á í fyrra atvikinu [þegar upp úr sauð og tveir fengu rautt spjald í lok leiks]. Við lokum öðru auganu fyrir þessu. Menn eru að fagna og það er mikið undir. Við verðum að leyfa mönnum það,“ sagði Þorvaldur. Klippa: Þorvaldur um fagnaðarlæti Arnars Eftir markið var enn tími fyrir afar mikla dramatík í Vesturbænum því upp úr sauð á hinum enda vallarins, vítaspyrna var dæmd og rauða spjaldið fór á endanum þrisvar á loft eins og rakið hefur verið hér á Vísi. Á endanum vann þó Víkingur 2-1 sigur sem þýðir að liðið er á toppi Pepsi Max-deildarinnar fyrir lokaumferðina á laugardag og getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Arnar hljóp langt inn á völlinn í mikilli geðshræringu eftir að varamaðurinn Helgi Guðjónsson skallaði boltann í netið og kom Víking í 2-1 þegar örfáar mínútur voru eftir. „Við erum nú mennskir og getum stundum horft framhjá lögunum,“ sagði Þorvaldur í viðtali við Rikka G í gær. „Þetta er það sem maður myndi kalla ástríðu, öfugt við það sem við horfðum á í fyrra atvikinu [þegar upp úr sauð og tveir fengu rautt spjald í lok leiks]. Við lokum öðru auganu fyrir þessu. Menn eru að fagna og það er mikið undir. Við verðum að leyfa mönnum það,“ sagði Þorvaldur. Klippa: Þorvaldur um fagnaðarlæti Arnars Eftir markið var enn tími fyrir afar mikla dramatík í Vesturbænum því upp úr sauð á hinum enda vallarins, vítaspyrna var dæmd og rauða spjaldið fór á endanum þrisvar á loft eins og rakið hefur verið hér á Vísi. Á endanum vann þó Víkingur 2-1 sigur sem þýðir að liðið er á toppi Pepsi Max-deildarinnar fyrir lokaumferðina á laugardag og getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30
Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27