Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 11:36 Vindhviður gætu orðið nokkrar við fjöll og háhýsi í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. „Já, það er lægð hérna skammt suðvestur af landinu sem veldur því að það er mjög hvasst víða, bæði á norðvestanverðu landinu og með suðurströndinni og mjög mikil úrkoma um allt land,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin kemur til með að ganga norðaustur yfir landið sem veldur því að verulega mun hvessa á sunnanverðu landinu eftir hádegi. Búast má við hríðarbyl á fjallvegum á norðanverðum Vestfjörðum í dag. „Það er mjög blint þar á vegum og örugglega erfitt yfirferðar, allavega fram á kvöld,“ segir Elín. Veðrið mun ganga niður víðast hvar á landinu í kvöld en áfram eru viðvaranir í gildi á norðaustanverðu landinu á morgun. Fólk er hvatt til að ferðast ekki á meðan appelsínugular viðvaranir eru í gildi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, hvetur landsmenn til að halda sig heima í dag. Vísir/Vilhelm „Ekki á meðan það eru appelsínugular viðvaranir í gildi. Í gulum viðvörunum er yfirleitt allt í lagi að vera á ferðinni ef fólk er öruggt að keyra í svona veðri. Það er alveg hægt að ganga og hjóla hérna innanbæjar í þessu veðri en það verður erfiðara eftir því sem vindur eykst í dag og þá erum við til dæmis að vara við að það gætu orðið snarpar vindhviður við há hús hérna vestantil í borginni,“ segir Elín. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna lægðarinnar. „Það hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum núna í morgun, við erum vissulega mjög meðvituð um þessar viðvaranir sem eru núna orðnar appelsínugular og björgunarsveitir hafa núna þegar haustið fór að láta á sér kræla þá eru björgunarsveitir um allt land búnar að yfirfara búnaðinn sinn og eru tilbúnar eins og alltaf,“ segir Davíð. Til að létta björgunarsveitunum lífið hugi landsmenn að lausamunum. „Það er kannski helsta hættan snemma hausts í starfi björgunarsveita að verkefnin okkar virðast snúa mikið um fok á lausamunum.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21. september 2021 06:45 Gular viðvaranir fyrir landið allt vegna djúprar og öflugrar lægðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudag. Í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu. 20. september 2021 11:44 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira
„Já, það er lægð hérna skammt suðvestur af landinu sem veldur því að það er mjög hvasst víða, bæði á norðvestanverðu landinu og með suðurströndinni og mjög mikil úrkoma um allt land,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin kemur til með að ganga norðaustur yfir landið sem veldur því að verulega mun hvessa á sunnanverðu landinu eftir hádegi. Búast má við hríðarbyl á fjallvegum á norðanverðum Vestfjörðum í dag. „Það er mjög blint þar á vegum og örugglega erfitt yfirferðar, allavega fram á kvöld,“ segir Elín. Veðrið mun ganga niður víðast hvar á landinu í kvöld en áfram eru viðvaranir í gildi á norðaustanverðu landinu á morgun. Fólk er hvatt til að ferðast ekki á meðan appelsínugular viðvaranir eru í gildi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, hvetur landsmenn til að halda sig heima í dag. Vísir/Vilhelm „Ekki á meðan það eru appelsínugular viðvaranir í gildi. Í gulum viðvörunum er yfirleitt allt í lagi að vera á ferðinni ef fólk er öruggt að keyra í svona veðri. Það er alveg hægt að ganga og hjóla hérna innanbæjar í þessu veðri en það verður erfiðara eftir því sem vindur eykst í dag og þá erum við til dæmis að vara við að það gætu orðið snarpar vindhviður við há hús hérna vestantil í borginni,“ segir Elín. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna lægðarinnar. „Það hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum núna í morgun, við erum vissulega mjög meðvituð um þessar viðvaranir sem eru núna orðnar appelsínugular og björgunarsveitir hafa núna þegar haustið fór að láta á sér kræla þá eru björgunarsveitir um allt land búnar að yfirfara búnaðinn sinn og eru tilbúnar eins og alltaf,“ segir Davíð. Til að létta björgunarsveitunum lífið hugi landsmenn að lausamunum. „Það er kannski helsta hættan snemma hausts í starfi björgunarsveita að verkefnin okkar virðast snúa mikið um fok á lausamunum.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21. september 2021 06:45 Gular viðvaranir fyrir landið allt vegna djúprar og öflugrar lægðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudag. Í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu. 20. september 2021 11:44 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira
Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21. september 2021 06:45
Gular viðvaranir fyrir landið allt vegna djúprar og öflugrar lægðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudag. Í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu. 20. september 2021 11:44