Viðreisn er auðvaldsflokkur Jökull Sólberg skrifar 21. september 2021 16:00 Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Jökull Sólberg Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar